Brot

Það hljómar oft eins og hressandi verkefni að brjóta vegg. Hversu oft hefurðu heyrt einhvern segja “yfirleitt þegar nýbúið er að fjárfesta í eign eða iðnaðarhúsi” : Við bara brjótum niður þennan vegg og, og hvað? Oftar en ekki þá gleymir fólk að taka inn í reikninginn eitthvað af eftir farandi:

  • Er veggurinn burðarveggur? Eða hefur hann á einhvern hátt áhrif á burðarþol hússins.
  • Er veggurinn hlaðinn eða steyptur?
  • Eru vatns leiðslur í veggnum?
  • Eru rafmagnsleiðslur í veggnum?
  • Hvernig ætla ég að ganga úr skugga um að niðurrifið skemmi ekki út frá sér? (gólf eða innréttingar)
  • Hvernig ætla ég að koma brotum út?
  • Hvar má farga svona grófum úrgangi?
  • Þarf ég brotvélar eða steypusagir til að ganga almenilega frá verkinu?

Oftar en ekki þá enda svona verk með því að kosta töluvert með en fólk reiknar með ef það ætlar sér að gera það sjálft.

Þó svo að við  hjá Bortækni séum oftar en ekki að þjónusta stór verk og stór fyrirtæki þá erum samt ennþá með mannskap í minni verkum. Við semsagt brjótum allt frá eldhúsveggjum upp í iðnaðarhús. Við höfum brotið til að fjarlægja múrsteina og lyft þei upp um þak, við höfum líka brotið neðstu hæð á gömlu húsi til að lyfta því eins og það leggur sig og hækka húsið.

Verkin  eru eins mismunandi eins og þau eru mörg og því er oftast best að hafa samband við okkur og fá manneskju á staðin til að taka út aðstæður og jafnvel gefa tilboð, þér að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.

Ef þig vantar að láta saga gat í golf- eða loftplötu þá erum við með margra ára reynslu í svoleiðis.

Bortækni hefur sagað í loft og gólfplötur  fyrir nýjum stigum, lyftum og lögnum, hvort sem um er að ræða nýtt gat eða stækkun á gati.  

Bortækni er orðið nokkura ára gamallt fyrirtæki og við erum vel tækjum búin. Við reynum ávallt að vera með það nýjasta á markaðnum í tækjabúnaði, nema ef að eldra móldelið sé einfaldlega berta.

Við erum mjög meðvituð um umhverfið okkar og leggjum mikla áherslu á snyrtimennsku og reynum að útfæra öll okkar verk á þann hátt að sem minst rask verði á nærliggjandi umhverfi.

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá er best að fylla bara út verkbeiðni og við höfum samband við þig að vörmu spori. Þá getum við svarað spurnigum í síma eða komið og tekið verkið út þér að kostnaðarlausu.

Sama hvort verkið er stórt eða smátt!

Við leysum það!

 

– Það kostar ekkert að fá okkur á staðinn að gera tilboð.

Þjónusta

Þekking

Áreiðanleiki

Reynsla

1 + 8 =

Vagnhöfða 19. 110 Reykjavík


555-6767


bortaekni(@)bortaekni.is


Pin It on Pinterest

Share This