Bortækni ehf hefur starfað síðan 1981 fyrirtækið var formlega stofnað 1982 Halldór Egill Kristjánsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en faðir hans, Kristján Halldórsson, stofnaði Bortækni snemma á níunda áratugnum. Þau verk sem Bortækni sinnir kalla á töluverða verkþekkingu og sérhæfðan búnað. Fyrirtækið er oft fengið til að sinna verkefnum tengdum breytingum á húsnæði, enda sérhæfir Bortækni sig í múrbroti, steypusögun, kjarnaborun og niðurrifi ásamt gólfslípun.
„Við búum líka að mjög góðu starfsfólki með mikla þjálfun, og eigum sérlega öflugan tækjakost. Þá höfum við byggt upp sterk viðskiptatengsl við umsvifamikil fyrirtæki í byggingageira sem leita til okkar aftur og aftur, enda vita þau að við veitum góða þjónustu.
Bortækni ehf fyrirmyndar fyrirtæki 3 ár í röð
Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Aðeins afreksfólk atvinnulífsins stenst þær ströngu kröfur sem gerðar eru til Framúrskarandi fyrirtækja og þær gefa vísbendingar um að þau séu líklegri til að ná árangri og standast álag en önnur.